Mia Winward-Dunn, 20 ára dóttir fyrrum enska landsliðsmannsins David Dunn og leikkonunnar Sammy Winward, hefur skapað sér arðbæran feril á OnlyFans eftir að hún hóf þar störf árið 2024. Hún segist nú græða allt að 30.000 pund á mánuði með því að búa til fullorðinsefni. Um er að ræða tæpar 5 milljónir á mánuði.
Faðir hennar, David Dunn, lék meðal annars með Blackburn Rovers og Birmingham City og á að baki eina landsleik fyrir England sem hann lék árið 2002 gegn Portúgal, þar sem hann kom inn fyrir Steven Gerrard í hálfleik. Dunn hefur síðan unnið við þjálfun hjá liðum á borð við Oldham og Blackpool.
Mia, sem áður starfaði sem förðunarfræðingur, segir að hún hafi verið útskúfuð af fjölskyldunni vegna starfsins. Hún greindi frá því að faðir hennar hafi lagt á þegar hún reyndi að hafa samband. Í dag býr hún í Tulum í Mexíkó og notar tekjurnar til fasteignafjárfestinga.
„Ég elska fjölskylduna mína en þetta samband er í frostboxi,“ segir hún.
„Ég reyndi að ná sáttum en fékk aðeins skammir til baka.“ Hún segist samt vera stolt af sjálfstæði sínu og þeirri velgengni sem hún hefur náð á eigin vegum.