fbpx
Laugardagur 27.september 2025
433Sport

Rappari sem var að losna úr fangelsi sakar Alli um að skulda sér væna summu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. september 2025 18:30

Dele Alli / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi enski landsliðsmaðurinn Dele Alli hefur verið kallaður opinberlega út af skartgripasala sem fullyrðir að Alli skuldi honum 6 þúsund pund vegna ógreiddra skartgripakaupa.

Ard Adz, rappari sem nýverið hóf störf sem skartgripasali eftir að hafa verið látinn laus úr fangelsi fyrir fjórum mánuðum, birti myndband á Instagram á föstudagsmorgun þar sem hann lýsir gremju sinni vegna málsins.

Samkvæmt skjáskotum af skilaboðaskiptum milli Adz og Alli  sem síðar var eytt snýst deilan um armband sem Alli keypti í Hatton Garden í miðborg Lundúna, sem er þekkt fyrir skartgripasölu.

„Getur einhver vinsamlegast sent skilaboð á Dele Alli og minnt hann á að borga mér mín £6,000?“ sagði Adz í myndbandinu sem hann birti fyrir 200.000 fylgjendur sína.

„Hann á að vera með fótboltapeninga! Ég var nýkominn úr fangelsi fyrir fjórum mánuðum og ég þarf á þessu fé að halda.“

Hann bætti við: „Alli, hvað ertu að gera? Ég hélt að þú værir á hægri kantinum eða vinstri  en ég sé þig ekki bróðir. Gefðu mér mín £6,000!“

Ferill Alli hefur farið. hratt niður á við en Como á Ítalíu rifti samningi hans á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Breytingar hjá Amorim urðu til þess að ungir leikmenn rugluðust – Urðu að taka Uber

Breytingar hjá Amorim urðu til þess að ungir leikmenn rugluðust – Urðu að taka Uber
433Sport
Í gær

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Í gær

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool nálgast kaup á stóru félagi á Spáni

Eigendur Liverpool nálgast kaup á stóru félagi á Spáni