Fyrrverandi enski landsliðsmaðurinn Dele Alli hefur verið kallaður opinberlega út af skartgripasala sem fullyrðir að Alli skuldi honum 6 þúsund pund vegna ógreiddra skartgripakaupa.
Ard Adz, rappari sem nýverið hóf störf sem skartgripasali eftir að hafa verið látinn laus úr fangelsi fyrir fjórum mánuðum, birti myndband á Instagram á föstudagsmorgun þar sem hann lýsir gremju sinni vegna málsins.
Samkvæmt skjáskotum af skilaboðaskiptum milli Adz og Alli sem síðar var eytt snýst deilan um armband sem Alli keypti í Hatton Garden í miðborg Lundúna, sem er þekkt fyrir skartgripasölu.
„Getur einhver vinsamlegast sent skilaboð á Dele Alli og minnt hann á að borga mér mín £6,000?“ sagði Adz í myndbandinu sem hann birti fyrir 200.000 fylgjendur sína.
„Hann á að vera með fótboltapeninga! Ég var nýkominn úr fangelsi fyrir fjórum mánuðum og ég þarf á þessu fé að halda.“
Hann bætti við: „Alli, hvað ertu að gera? Ég hélt að þú værir á hægri kantinum eða vinstri en ég sé þig ekki bróðir. Gefðu mér mín £6,000!“
Ferill Alli hefur farið. hratt niður á við en Como á Ítalíu rifti samningi hans á dögunum.