fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Hafþór Júlíus skorar á Jake Paul í hnefaleikum – Paul hafi aðeins boxað við „litla menn“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. september 2025 10:30

Paul hefur barist við mun minni menn en þorir hann í Hafþór?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur skorað á Youtube-stjörnuna Jake Paul að mæta sér í hnefaleikahringnum. Jake Paul lagði fyrrverandi heimsmeistarann Mike Tyson í mjög umdeildum bardaga fyrir tæpu ári síðan.

Tilefnið af áskoruninni er bardagi Paul við Gervonta Davis, hinn bandaríska heimsmeistara í léttvigt, í Miami þann 14. nóvember næstkomandi.

Bardaginn er mjög umdeildur, ekki aðeins vegna fyrri „afreka“ Jake Paul, heldur einnig út af gríðarlegum stærðarmun þeirra. Jake Paul er 185 sentimetrar að hæð og yfir 90 kílógrömm að þyngd, sem gerir hann að þungavigtarboxara. Gervonta Davis er aðeins 165 sentimetrar að hæð og undir 60 kílógrömm að þyngd.

Þá munar einnig meira en 20 sentimetrum á faðmlengdinni. Þrátt fyrir að Davis sé heimsmeistari þá þykir bardaginn ekki sanngjarnt hvað þetta varðar.

„Jake Paul að berjast við litla menn. Hann ætti að prófa að berjast við einhvern eins og mig,“ sagði Hafþór Júlíus í færslu á samfélagsmiðlum. „Sjáum hvernig það fer!“

Mikill stærðarmunur

Þó að Hafþór Júlíus sé fyrst og fremst þekktur fyrir afrek sín í kraftakeppnum og lyftingum, og sem Fjallið í þáttunum um Krúnuleikana vitaskuld, þá hefur hann í fjórgang stigið í hnefaleikahringinn og aldrei tapað. Stærsti bardaginn var við annan kraftakarl, hinn breska Eddie Hall, árið 2022.

En rétt eins og munurinn á Paul og Davis er mikill þá er munurinn á Paul og Hafþór Júlíusi það líka. Hafþór er 205 sentimetrar að hæð og hefur verið allt að 210 kílógrömm að þyngd. Fyrir utan að hafa mikla líkamlega yfirburði yfir Jake Paul þá hefur Hafþór unnið keppnina Sterkasti maður heims og sett heimsmet í réttstöðulyftu.

Lagði gamlan Tyson

Jake Paul varð frægur sem áhrifavaldur á Youtube og Vine áður en hann gerðist atvinnu hnefaleikamaður. Hann hefur unnið 12 bardaga en tapað einum frá árinu 2020 en margir af bardögunum þykja hálfgerður skrípaleikur.

Sjá einnig:

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Til að mynda barðist Paul við NBA körfuknattleiksmanninn Nate Robinson. Robinson, sem er aðallega þekktur fyrir að vinna troðslukeppnir, er hins vegar ekki nema 175 sentimetrar að hæð.

Lang stærsti bardaginn var háður þann 15. nóvember á síðasta ári þegar Paul mætti fyrrverandi heimsmeistaranum í þungavigt, Mike Tyson. Þótti bardaginn einkum umdeildur vegna þess að Paul var þá 27 ára en Tyson 58 ára, rúmlega tvöfalt eldri en Paul. Paul vann í átta lotum en mörgum þótti þetta ekki stórmannlegt af honum.

Ólíklegt að Paul þori

Ólíklegt þykir að Paul taki boði Hafþórs Júlíusar um að mæta honum í hringnum því að flestir geta ímyndað sér hvernig sá bardagi endar. Þess í stað hefur Paul samið um að mæta fyrrverandi heimsmeistaranum Anthony Joshua á næsta ári.

En ljóst er að margir myndu vilja sjá Paul og Hafþór mætast í hringnum. Að minnsta kosti ef marka má athugsemdirnar við færslu Hafþórs.

„Þetta myndi ég borga til að sjá,“ segir einn. „Það myndu seljast milljón miðar á þetta,“ segir annar. „Þú myndir fletja hann út,“ sá þriðji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Í gær

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“