fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

„Konan í bleiku“ – Interpol hefur loks borið kennsl á hana

Pressan
Fimmtudaginn 25. september 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðalögreglan Interpol hefur borið kennsl á lík konu sem fannst á Spáni fyrir rúmum 20 árum. Er líkið af konu sem hét Liudmila Zavada, rússneskum ríkisborgara, sem var 31 árs þegar hún lést.

Frá árinu 2023 hefur átak verið í gangi hjá Interpol sem kallast Operation Identify Me, en markmið átaksins er að bera kennsl á konur sem hafa verið myrtar eða látist við grunsamlegar eða óútskýrar aðstæður í Evrópu.

Er Liudmila þriðja konan sem Interpol tekst að bera kennsl á með þessum hætti. Fysta málið varðaði belgíska konu, en aðstandendum hennar tókst að bera kennsl á hana eftir að hafa séð mynd af húðflúri hennar í frétt BBC.

Lík Liudmilu fannst í júlí 2005 við veg skammt frá Barcelona. Hún var kölluð „konan í bleiku“ af lögreglu, þar sem hún var klædd í bleikan bol skreyttan blómum, bleikar buxur og bleika skó.

Á sínum tíma sagði lögreglan á svæðinu að konan hefði látist með „grunsamlegum hætti“ þar sem ummerki gáfu til kynna að líkið hefði verið fært skömmu áður en það fannst. Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan lögreglu tókst ekki að bera kennsl á hana.

Í frétt BBC kemur fram að í byrjun þessa árs hafi tyrknesk lögregluyfirvöld rennt fingrafari konunnar í gegnum gagnagrunn sinn og fóru hjólin þá að snúast. Lögregla var komin með nafn og fékkst það svo staðfest með DNA-greiningu um hvern væri að ræða þegar lífsýni var sent til Rússlands.

Fyrsta konan sem var auðkennd í gegnum átakið var hin 31 árs gamla Rita Roberts frá Wales sem var myrt í Belgíu árið 1992. Og fyrr á þessu ári voru kennsl borin á konu sem fannst látin á Spáni árið 2018. Reyndist þar vera um að ræða hina 33 ára gömlu Ainoha Izaga Ibieta Lima frá Paragvæ í Suður-Ameríku.

Lögregla er enn að reyna að bera kennsl á 44 aðrar konur sem fundist hafa látnar í Hollandi, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni á undanförnum árum og áratugum. Flestar þeirra eru taldar hafa verið myrtar og voru á aldrinum 15 til 30 ára þegar þær létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Í gær

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans