fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Pressan

Ákvörðun Karls konungs löðrungur í miðjum sáttaumleitunum

Pressan
Þriðjudaginn 23. september 2025 21:30

Karl Bretakonungur og sonur hans Harry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins mun aldrei geta orðið konungsfjölskyldumeðlimur í hlutastarfi, þrátt fyrir nýlegar jákvæðar fregnir um samtal og sáttaumleitanir hans við föður sinn, Karl Bretakonung.

„Konungurinn er maður sem fyrirgefur, en hann hefur einnig verið alveg skýr í því að standa við ákvörðun látinnar móður sinnar um að það geti ekki verið meðlimir í konungsfjölskyldunni sem vinna með „hálf inni, hálf úti“ reglu“ sagði heimildarmaður innan konungsfjölskyldunnar við Daily Mail.

Heimildarmaðurinn gagnrýndi einnig heimildir sem sögðu að fjögurra daga ferð Harrystil Bretlands gæti verið ný vinnufyrirmynd fyrir hann, þar sem hann fengi enn að taka að sér konungleg skyldustörf á meðan hann er búsettur í Bandaríkjunum. Harry býr ásamt eiginkonu sinni, Meghan Markle, og tveimur börnum þeirra, Archie, sex ára, og Lilibet, fjögurra ára í Kaliforníu.

„Sá sem stendur að baki Sussex-fjölskyldunni virðist hafa ruglað saman stuttu teboði með tertusneið við Versalasamninginn,“ sagði heimildarmaðurinn.

Annar heimildarmaður frá konungsfjölskyldunni sagði: „Þessar sírópskenndu upplýsingar frá meintum heimildarmönnum tengdum Harry og Markle eru einmitt ástæðan fyrir því að konungurinn og konungsfjölskyldan eru svo treg til að leggja í einhverja vegferð til sátta. Ef ætlunin er að hvetja til enduruppbyggingar trausts og samskipta, þá þjóna þau nákvæmlega öfugum áhrifum.“

Heimildarmaðurinn bætti við að heimsókn Trump forseta til Bretlands í síðustu viku hefði sýnt mikinn styrk fyrir Karl og Vilhjálm prins.

„Eins og ríkisheimsóknin í síðustu viku sýndi greinilega, liggur kraftur og áhrif nútíma konungsveldisins í óhagganlegum böndum milli konungsins og prinsins af Wales, studdir af öðrum starfandi meðlimum fjölskyldunnar.“

Talsmaður Harry sagði hins vegar við Page Six: „Harry hefur gert það ljóst að áherslan, hvað varðar fjölskyldu hans, er á föður hans, umfram það, og um öll önnur mál sem varða konungsfjölskylduna, munum við ekki tjá okkur um.“

Harry lýsti yfir áhuga á að flytja aftur til Bretlands með fjölskyldu sinni, samkvæmt tónlistarkonunni Joss Stone, sem ræddi við hann á WellChild-verðlaunahátíðinni í London á meðan hann var í heimsókn.

Talsmaður Harry sagði að hann hefði notið heimsóknar sinnar til Bretlands mjög vel.

„Honum hefur greinilega þótt mjög vænt um að vera kominn aftur til Bretlands, spjalla við gamla vini, samstarfsmenn og almennt geta stutt hið ótrúlega starf sem miðar að málefnum sem skipta hann svo miklu máli.“ 

Harry og eiginkona hans tilkynntu að þau myndu stíga til hliðar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar í janúar 2020. Síðan þá hafa þau búið í Montecito í Kaliforníu. Stirt hefur verið milli Harry og fjölskyldu hans síðan þá, en nú virðist sem eitthvað sé að rofa til, hægt og rólega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum dómsmálaráðherra lýsir því þegar hann tilkynnti Trump um andlát Epsteins

Fyrrum dómsmálaráðherra lýsir því þegar hann tilkynnti Trump um andlát Epsteins
Pressan
Fyrir 6 dögum

WSJ sakar dómsmálaráðherra um alvarlega hræsni í nafni Charlie Kirk sem hefði aldrei samþykkt þetta

WSJ sakar dómsmálaráðherra um alvarlega hræsni í nafni Charlie Kirk sem hefði aldrei samþykkt þetta
Pressan
Fyrir 1 viku

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni