Hjónin keyptu bústaðinn árið 2020 og gerðu hann allan upp.
Sjá einnig: Vera Sif tók bústaðinn í gegn – Ótrúlegustu „fyrir og eftir“ myndir sem við höfum séð
„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera,“ segir Vera Sif og birtir fallegar myndir.
Bústaðurinn er 100 fermetrar ásamt 39,6 fermetra gestahúsi. Það er í Reykjaskógi í Bláskógabyggð, stutt í þjónustu og stendur húsið á 4577 fermetra eignarlóð.
Það er svefnpláss fyrir 13 manns, tvö baðherbergi og það þriðja í gestahúsinu, og mjög stór pallur með heitum potti.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.