Witherspoon og leikkonan Jennifer Aniston áttu skemmtilegt spjall fyrir LADbible.
Þær leika saman í þáttunum This Morning Show og hafa verið vinkonur í yfir tuttugu ár.
„Hver er Laura?!“ sagði Aniston.
„Ég heiti í alvörunni Laura Jeanne,“ sagði Witherspoon.
„Hver í fjandanum er Laura,“ sagði Aniston hlæjandi og sagðist ekki ætla að kalla vinkonu sína Laura Jeanne.
Leikkonan heitir fullu nafni Laura Jeanne Reese Witherspoon en hefur alltaf verið kölluð millinafni sínu.
Sem er áhugavert því fáir vita millinafn Aniston, hún heitir fullu nafni Jennifer Joanna Aniston.