fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Fyrrum dómsmálaráðherra lýsir því þegar hann tilkynnti Trump um andlát Epsteins

Pressan
Miðvikudaginn 17. september 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Bill Barr mætti á dögunum í skýrslugjöf hjá rannsóknaraðilum innan fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar greindi hann meðal annars frá því hvernig hann sagði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að athafnamaðurinn og níðingurinn Jeffrey Epstein væri látinn.

„Ég hringdi í forsetann og sagði: „Þú skalt búa þig undir þetta“, og ég sagði honum eitthvað í þá áttina, sagði honum frá þessu og sagði að við myndum rannsaka þetta af fullum þunga.“

Epstein svipti sig lífi í gæsluvarðhaldinu árið 2019, en þá var Barr dómsmálaráðherra á fyrra kjörtímabili Trumps.

„Hann brást við með sama hætti og ég, með því að spyrja: „Hvernig í drottins nafni gerðist þetta, hann er í varðhaldi hjá alríkislögreglunni?“

Barr segist í tvígang hafa rætt Epstein við Trump. Í einu samtali mun Trump hafa sagt „eitthvað í þá áttina að hann hefði slitið samskiptum við Epstein fyrir löngu og í raun úthýst honum frá Mar-a-Lago“. Barr segir að forsetinn hafi sagt þetta í samræðum sem beindust að kynferðisbrotum athafnamannsins.

Aðspurður sagðist Barr sannfærður um að Epstein hafi svipt sig lífi, en samsæriskenningar hafa gengið undanfarin ár um að Epstein hafi verið ráðinn bani. Barr bendir á að öryggismyndavélar, sem og fangaverðir, hafi vaktað klefa Epsteins og ómögulegt hafi verið fyrir óviðkomandi að komast að klefa Epsteins óséður, hvað þá að komast inn í klefann til að ráða athafnamanninum bana. Barr hafi verið sannfærður frá upphafi um að þetta hafi verið hreint og klárt sjálfsvíg en engu að síður fyrirskipaði hann sérstaka rannsókn. Niðurstaða rannsóknarinnar og öll gögn sem aflað var hafi staðfest að um sjálfsvíg var að ræða. a hafi verið hreint og klárt sjálfsvíg en engu að síður fyrirskipaði hann sérstaka rannsókn. Niðurstaða rannsóknarinnar og öll gögn sem aflað var hafi staðfest að um sjálfsvíg var að ræða.

CNN greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið