fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Fókus
Fimmtudaginn 18. september 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski kántrítónlistarmaðurinn Jelly Roll sýndi gjörbreytt útlit á Instagram á mánudag. Roll nýtur nú lífsins á Ítalíu, 90 kílóum léttari.

„Ég kemst í Louis Vuitton núna. Biddu fyrir bankareikningnum mínum,“ skrifaði hann við nokkrar myndir frá sögufrægu tónleikunum Grace for the World í Vatíkaninu.

„Hundrað þúsund þakkir til goðsagnarinnar Skateboard P, teymi hans og allra annarra sem komu að því að gera gærkvöldið að veruleika.“

Roll er hrósað fyrir lífstílsbreytinguna í athugasemdum.

„Þú lítur ótrúlega vel út,“ skrifaði rapparinn Fat Joe, en Machine Gun Kelly skrifaði tvö klappandi emoji. Eiginkona Roll, Alisa DeFord, einnig þekkt sem Bunnie Xo, tók undir og skrifaði: „Flottasti folinn af þeim öllum.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jelly Roll (@jellyroll615)

Í apríl 2024 sagði hún frá því að eiginmaður hennar hefði hætt á samfélagsmiðlum eftir að hafa verið miskunnarlaust lagður í einelti vegna þyngdar sinnar. Hún sagði að neikvæðu athugasemdirnar hefðu sært hann þótt hann sýndi það ekki.

Jelly Roll, sem er fertugur, hefur verið opinskár um baráttu sína við þyngdina. Árið 2018 sagði hann að hann hefði einu sinni vegið 225 kíló.

„Ég hef verið of feitur síðan ég var lítið barn,“ skrifaði hann við mynd af sjálfum sér á Instagram á þeim tíma.

Roll sigraðist á fíkn og vímuefnaneyslu og árið 2022 setti hann sér markmið að léttast. Í október 2024 hafði misst 45 kíló og fagnaði hann áfanganum á meðan hann var á Beautifully Broken tónleikaferðalagi sínu.

„Næsta ár, þegar þið sjáið mig öll, munið þið ekki þekkja mig,“ sagði hann í uppfærslu á Instagram um miðja tónleikaferðina. „Ég ætla að komast undir haug af lóðum á þann hátt sem ég hef aldrei gert.“

Næringarþjálfari hans, Ian Larios, lýsti matar- og líkamsræktarvenjum Roll á meðan hann var á tónleikaferðalagi sem hjálpuðu honum að ná markmiði sínu um þyngdartap. Meðal breytinga á rútínu Roll var að „taka burt olíuna og deigið“ úr uppáhaldsmatnum hans og ganga um íþróttahöllina, spila körfubolta eða box.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Í gær

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts