Hún birti myndband af atvikinu á samfélagsmiðlum sem hefur vakið mikla athygli en nú deilir hún sannleikanum á bak við það í útvarpsviðtali á FM957.
„Þetta var ekki minn, ég fór og keypti hann daginn áður. Ég er ekki 44H, ég er ekki alveg þar,“ segir Gugga kímin.
Gugga segir að hún hafi tekið sögulegt kast og tekist að koma brjóstahaldaranum upp á svið til Drake, sem var heldur betur sáttur með gjöfina.
Guggu var boðið í eftirpartý með Drake og hitti kappann. „Ég held ég segi ekki meira en það, en ég fékk að hitta hann,“ segir hún.
Hún var með vinum sínum á tónleikunum en bara henni var boðið í partýið, svo hún ákvað að skella sér.
Aðspurð hvernig týpa hann er segir Gugga: „Svo yndislegur, einlægur og ég dýrka hann.“