Lögregla rannsakar nú lát 19 ára stúlku í bænum Los Realajos, norðarlega á Tenerife. Canarian Weekly greinir frá en fregnir af andláti stúlkunnar eru enn óljósar. Lík hennar fannst á laugardagsmorguninn en í ekki var vitað hvort það var utandyra eða innan.
Lögregla lét síðan hafa eftir sér á laugardagseftirmiðdag að ekkert benti til saknæms athæfis í tengslum við lát stúlkunnar en rannsóknin væri enn opin og dánarorsök liggur ekki fyrir.
Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en rannsókn heldur áfram þar til kringumstæður varðandi lát stúlkunnar hafa verið upplýstar.
Nánar verður greint frá málinu síðar.