Þrátt fyrir nafnið þá telst D-vítamín ekki vera eiginlegt vítamín. Það er hormón sem er framleitt í nýrunum. Við fáum D-vítamín úr mat á borð við eggjarauðu, feitum fisk, mjólk og appelsínusafa. Húðin okkar getur einnig framleitt D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sólina.
Innkirtlamiðstöðin í Houston í Texas segist reglulega fá til sín einstaklinga sem greina frá óvenjulegum einkennum sem tengjast D-vítamínskorti. Miðstöðin hefur birt lista um 10 slík einkenni.
Það er eðlilegt að verða stundum þreyttur en ef þú átt erfitt með að komast í gegnum daginn sama hversu mikið þú hvílist þá glímir þú mögulega við D-vítamínskort. D-vítamín hjálpar frumum líkamans að mynda orku.
Líkaminn þarf D-vítamín til að nýta kalk úr fæðunni og til að stýra samdrætti vöðva. D-vítamínskortur getur því valdið vöðvaverkjum, máttleysi eða krömpum.
Ef þú færð allar kvefpestir sem ganga yfir árið þá gæti það verið D-vítamínskorti um að kenna. D-vítamínskortur getur bitnað illa á ónæmiskerfinu og getu líkamans til að berjast gegn sýkingum á borð við flensun, kvef og veirusjúkdóma.
D-vítamín er gjarnan kallað sólarvítamínið því sólin getur kveikt á framleiðslu þess og einnig með því að hækka gildi serotóníns í heilanum. Rannsóknir hafa bent til þess að D-vítamínskortur geti stuðlað að þunglyndi, kvíða og skapsveiflum.
Þar sem D-vítamín hjálpar okkur að nýta kalk úr fæðu er það mikilvægt heilsu beina. Ef líkaminn hefur ekki nóg af D-vítamíni getur það dregið úr þéttni beina og valdið beinkröm. Veikari bein geta svo valdið óútskýranlegum bakverkjum og eins getur fólk orðið líklegra til að bráka eða brjóta bein.
Ef fólk á erfitt með að losa sig við aukakíló þrátt fyrir hreyfingu og gott mataræði þá gæti verið um D-vítamínskort að ræða. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli D-vítamínskorts og þyngdaraukningar en vísindamenn eiga enn eftir að leiða í ljós nákvæmlega hver þessi tengsl eru.
Streita og erfiðir geta stuðlað að hármissi en alvarlegur D-vítamínskortur getur það líka með því að stuðla að sjálfsofnæmissjúkdóminum alopecia, blettaskalla. D-vítamín stuðlar að heilbrigðu hári svo skortur getur dregið úr hárvexti.
Ef þú ert með sár sem virðast taka heila eilífð að gróa þá gæti verið um D-vítamínskort að ræða því vítamínið hjálpar líkamanum að mynda efni sem hann þarf til að loka sárum.
Það gætu verið tengsl á milli D-vítamínskorts og hærri blóðþrýstings.
Kalk er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein og heilbrigðar tennur. D-vítamínskortur kemur í veg fyrir upptöku kalks sem getur gert tennurnar okkar veikari og aukið líkur á skemmdum. Eins getur skorturinn stuðlað að bólgum í tannholdi.