Jóhannes Valgeir Reynisson, betur þekktur sem Blái Naglinn, kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldu sinnar í gær, föstudaginn 12. september. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu samtakanna.
Jóhannes Valgeir var fæddur þann 2. september 1953 og var því 72 ára gamall þegar hann lést.
Hann vakti mikla athygli þegar út kom heimildarmyndin Blái naglinn árið 2012 þar sem fjallað var um baráttu hans við blöðruhálskrabbamein og sýnt frá öllu ferlinu.
„Jóhannes lagði mikið af mörkum til samfélagsins, meðal annars með vitundarvakningu og fjáröflun fyrir hinar ýmsu stofnanir og félagasamtök, sem mun nýtast komandi kynslóðum,“ segir í áðurnefndri færslu á Facebook-síðu samtakanna.
Fjölskyldu og aðstandendum er vottað dýpstu samúð.