Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd árið 2017 og naut mikilla vinsælda. Hún hlaut átta Emmy-verðlaun þar sem Nicole Kidman var verðlaunuð sem besta leikkonan. Önnur þáttaröðin var svo frumsýnd árið 2019 og fékk hún einnig mjög góðar viðtökur.
Þættirnir gerast í auðugu strandbæjarsamfélagi í Monterey í Kaliforníu þar sem fylgst er með lífi nokkurra mæðra sem eiga börn í sama skólanum. Á yfirborðinu virðist lífið fullkomið þar sem falleg heimili og vel stæðar fjölskyldur eru í forgrunni en smám saman kemur í ljós að undir yfirborðinu krauma leyndarmál, átök og blekkingar.
Auk Nicole Kidman fóru þær Reese Witherspoon, Shailene Woodley, Laura Dern og Zoë Kravitz með helstu hlutverk.
Francesca Sloane er sögð hafa verið ráðin til að skrifa handritið að fyrsta þætti þriðju seríu og munu þær Kidman og Witherspoon vera í aðalhlutverkum.