fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. september 2025 10:30

Frá Þjóðhátíð í Eyjum fyrir nokkrum árum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 6. ágúst árið 2023, á svæði fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, veist að öðrum manni og slegið hann nokkur hnefahögg í andlit og höfuð.

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 8. september.

Í dómnum greinir þannig frá atvikum að brotaþoli og kona tengd honum (tengsl afmáð úr texta dómsins) hafi verið að koma frá veitingatjaldinu í Herjólfsdal er þau sáu tvo menn, að sögn, koma úr tjaldinu þeirra. Brotaþoli lýsti því þannig að annar mannanna hafi ráðist á sig og kýlt sig eftir að hann spurði hvað mennirnir hefðu verið að gera í tjaldinu þeirra. Hafi honum tekist að snúa manninn niður eftir að hann hafði kýlt sig eitthvað. Brotaþola hafi brugðið svo að hann hafi ekki áttað sig á að maðurinn hefði kýlt sig. Þá hafi brotaþoli kallað til gæslufólk sem hafi verið þarna rétt hjá og tekið manninn í burtu.

Hann  lýsti áverkum þannig að hann hafi fengið glóðaraugu á bæði augu og verið bólginn eftir árásina. Sagði hann árásina hafa verið algjörlega tilefnislausa. Hann sagðist ekki hafa leitað til læknis eftir árásina en hafi verið aumur í andlitinu í nokkra daga en það hafi ekki verið alvarlegt.

Konan sem var með brotaþola lýsti atvikum með sama hætti og hann. Þrjár aðrar konur vitnuðu um átök mannanna en tvær sáu ákærða ekki kýla brotaþola, líklega þar sem þær sáu átökin ekki jafnsnemma og fyrrnefnda vitnið.

Ein þeirra lýsti atvikum hins vegar þannig að hún hefði orðið að fara út úr umræddu tjaldi þar sem menn hefðu verið og hún verið hrædd. Hún hefði farið að leita að vinkonu sinni og ekki þorað að fara í tjaldið þar sem þessir tveir ókunnugu menn hafi verið. Hún hefði náð í vinkonu sína og þegar til baka hafi verið komið hafi hún séð hvar maður hafi verið að ráðast á brotaþola og berja hann í andlitið, en hann hafi reynt að verja sig og stoppa árásarmanninn með því að taka í hendur hans. Eitthvað af fólki hafi verið þarna í kring og þau hafi kallað strax á gæsluna eða lögreglu.

Ákærði með allt aðra lýsingu

Ákærði neitaði sök fyrir dómi og sagði brotaþola hafa veist að sér að fyrra bragði og reynt að slá hann. Hann hafi ekki vitað hver brotaþoli er en að brotaþoli þekkti sig og hefði ásakað sig um að hafa komið illa fram við konu tengda brotaþola (tengsl afmáð úr dómi). Sagði hann brotaþola hafa kallað sig skíthæl eða eitthvað í þá áttina og síðan rokið í sig. Þeir hafi síðast veltst um í jörðinni, eitthvert fólk gripið inn í og hann síðan gengið burtu. Sagði hann rangt, sem brotaþoli hélt fram, að hann hefði verið leiddur í burtu.

Sagði hann að ef einhver hefði átt að kæra fyrir líkamsárás í málinu hefði það verið hann, miklu fremur en brotaþoli.

Takmarkaðar upplýsingar

Ekki var neinum gögnum á borð við áverkavottorð til að dreifa þar sem brotaþoli leitaði ekki til læknis. Ekki voru vitnisburðir um atvikið heldur samhljóða heldur voru lýsingar þeirra af atvikunum ólíkar.

Ennfremur segir í dómnum að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort reynt hafi verið að hafa upp á gæslufólki sem vitni segja að hafi gripið inn í átökin. Einnig er á huldu hvaða maður var með ákærða í umræddu tjaldi í undanfara átakanna. Auk þess liggja ekki fyrir gögn sem geta varpað ljósi á hvar tjaldið var staðsett í Herjólfsdal.

Segir í niðurstöðu dómsins að þó til átaka hafi komið milli ákærða og brotaþola sé ekki hafi yfir vafa og komin fram næg sönnun gegn neitun ákærða um að hann hafi slegið ákærða nokkur hnefahögg í andlit og höfuð.

Var því ákærði sýknaður af ákæru um líkamsárás. Sakarkostnaður í málinu greiðist úr ríkissjóði.

Dóminn má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Í gær

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“