fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Var alvarlega að íhuga skilnað stuttu fyrir greininguna

Fókus
Föstudaginn 12. september 2025 09:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Heming Willis, eiginkona leikarans Bruce Willis, segir að hún hafi verið að íhuga skilnað stuttu áður en leikarinn var greindur með framheilabilun.

Emma veitir innsýn í líf sitt og samband með leikaranum í bókinni The Unexpected Journey: Finding Hope and Purpose on the Caregiving Path.

Hún opnar sig um erfitt tímabil áður en hann fékk greiningu í nóvember 2022. Á einum tímapunkti var hún alvarlega að íhuga skilnað. Þau giftust árið 2009.

„Mér leið eins og hjónabandið stæði á brauðfótum,“ sagði hún.

Hún sagði að Bruce hafi verið að hegða sér allt öðruvísi en vanalega. Það hafi látið hana hugsa: „Hvað er í gangi? Þetta er ekki maðurinn sem ég giftist.“

Bruce Willis var síðan greindur með framheilabilun (e. frontotemporal dementia, FTD) sem er sjaldgæft form heilabilunar.

Sjá einnig: Kemur núverandi eiginkonu fyrrverandi eiginmannsins til varnar

Hjónaband þeirra í dag er allt öðruvísi, en hún segir að dýnamíkin hafi breyst mikið við veikindin en þau séu enn mjög tengd.

Þau eiga saman dæturnar Mabel, 13 ára, og Evelyn, 11 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunn­eva syrgir Bellu – „Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín“

Sunn­eva syrgir Bellu – „Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“