Feðgarnir Harry prins og Karl konungur áttu endurfundi á miðvikudag, og er það í fyrsta sinn sem feðgarnir hittast í meira en ár.
Í móttöku fyrir Invictus-leika sína sama dag var Harry hrókur alls fagnaðar þegar hann spjallaði við styrktaraðila leikana og embættismenn. Harry mætti í móttökuna beint frá endurfundunum við föður sinn og sagði hann við blaðamenn að Karli konungi liði frábærlega.
Það sást til Harry prins þegar hann mætti á heimili Karls konungs í London, Clarence House, í teboð fyrr á miðvikudaginn. Feðgarnir spjölluðu saman í rétt innan við klukkustund, sem lofað góðu fyrir áframhaldandi samskipti, enda mun lengra en 30 mínútna spjall þeirra í febrúar 2024 eftir að konungurinn tilkynnti um krabbameinsgreiningu sína.
Harry hefur verið í deilum við föður sinn, og bróður, Vilhjálm prins, 43 ára, síðan hann og eiginkona hans, Meghan Markle, sögðu af sér konunglegum skyldum árið 2020. Í kjölfarið afhjúpuðu hjónin leyndarmál konungsfjölskyldunnar í nokkrum viðtölum sínum um konungsfjölskylduna. Harry deildi persónulegum upplýsingum um deilur sínar við föður sinn og eldri bróður í endurminningum sínum Spare sem komu út árið 2023.
Deilurnar milli feðganna ágerðust einnig þegar Harry krafðist þess öryggisgæslu, sem breskir skattborgarar greiða, meðan hann var í Bretlandi. Harry taldi sig hafa verið beittur órétti þegar hann var sviptur öryggisgæslu eftir að hann sagði sig frá konunglegum skyldum og sagði hann faðir sinn hafa fullt vald til að leysa málið.
Harry hefur nýlega reynt að bæta samband sitt við konungsfjölskylduna. Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að hann myndi hitta föður sinn í heimsókn sinni til London fyrir árlegu WellChild-verðlaunin 8. september, sem voru á afmælisdegi Elísabetar II drottningar.
„Enginn lætur eins og fjölskyldumálin í heild sinni hafi verið leyst, en þetta snýst um að byrja með Karli og Harry,“ sagði heimildarmaður við The Mirror á þeim tíma. „Í fyrsta skipti í langan tíma er raunverulegur möguleiki á að sátt sé innan seilingar.“