fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Pressan

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Pressan
Miðvikudaginn 10. september 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Benson [dulnefni] var 55 ára þegar hún prófaði deyfilyfið ketamín í fyrsta sinn. Hún segir í grein sem hún birti hjá DailyMail að hún hafi gert þetta til að reyna að vera dóttur sinni góð móðir.

Benson rekur í grein sinni að margir foreldrar hafi misst börn sín vegna ketamíns sem er orðið mjög vinsælt fíkniefni. Kallað hefur verið eftir því að refsingar fyrir sölu á efninu verði hertar til muna, jafnvel svo að slík brot varði lífstíðardóm.

„Þann 24. maí árið 2024, þá 55 ára, prófaði ég ketamín í partý sem dóttir mín var að halda. Þetta var tilraun til að sjá hvaða áhrif þetta „væga“ ávanalyf hefur á hegðun manns og líkama. Þetta var einlæg en vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri. Ég vildi að börnin mín, dóttir mín sem var að fara að hefja háskólanám, og sonur minn sem var farinn að stunda djammið af of miklum metnaði – hefðu allar þær upplýsingar sem þau þyrftu sem kæmu ekki frá TikTok, ekki frá hundleiðinlegum dómsdagsfyrirlesara í skólanum, ekki frá jafnöldrum heldur frá mér.“

Benson vildi fá að vera sá aðili sem fræddi börn hennar um hættur fíkniefna og gallana við neyslu þeirra. Benson bendir á að svona lyf geti valdið félagslegri hneysklan svo sem með því að breyta hegðun fólks, framkalla uppköst á almannafæri og stuðla að almennum dólgslátum.

Benson segist ekki hafa litið á ketamín sem hættulegt, hún hafi þó haft rangt fyrir sér. Fyrstu áhrifin hafi verið eins konar alsæla, henni leið eins og hún væri að fljóta úr líkama sínum. Í beinu framhaldi fylgdi þó ofsakvíði.

„Ég var föst í líkama sem hlýddi ekki lengur fyrirmælum mínum.“

Hjarta hennar barðist hratt og henni leið eins og hún þyrfti að finna sér öruggan stað til að bíða eftir að víman gengi yfir. Hins vegar neitaði líkaminn að hlíða henni. Hún upplifði sig sem rafmagnslaust vélmenni. Á sama tíma var hugurinn skuggalega skýr.

Loks tókst henni með herkjum að komast í forstofuna þar sem hún sat eins og uppvakningur og beið eftir að þetta gengi yfir.

„Þessi martröð varði líklega bara í um tíu mínútur en ég man enn í dag eftir hverri skelfilegu sekúndunni.“

Benson sagði að þetta væri ekki dæmi um að hún hafi gengið í gegnum „slæmt vímuferðalag“. Svona séu áhrifin af ketamíni hreinlega.

Eftir að Benson sagði vinkonu sinni frá þessu ævintýri komst hún að því hvað þetta var heimskuleg tilraun. Vinkonan er læknir á bráðamóttöku og lýsti því að sjúklingar sem koma þangað vegna ketamíns hafi ekki allir tekið inn of stóran skammt. Stundum eru afleiðingarnar af fyrsta skammtinum hreinlega skelfilegar. Meðal annars getur lyfið valdið svokallaðri ketamínblöðru sem gerir að verkum að fólk þarf til frambúðar að fara á klósettið á um hálftíma fresti.

Læknirinn benti á annað. Því meira sem þú notar af kemtaíni því meira þarftu til að komast í vímu og í slíkum aðstæðum er auðvelt að ofskammta. Með því að vanreikna skammtinn geta notendur endað meðvitundarlausir, í geðrofi eða í oflæti.

„Ástand sem getur orðið til þess að notendur taki heimskulegar ákvarðanir á borð við að hoppa í ár.“

Benson segir að þar sem Bretland flokki lyfið í svokallaðan B-flokk ávanalyfja sendi það þau skilaboð til samfélagsins að hættan sé minni en hún er. Hún kallar eftir því að stjórnvöld sjái að sér og færi ketamín í A-flokk til að undirstrika að lyfið er stórhættulegt, geti haft alvarlegar og varanlegar afleiðingar á heilsu og leitt til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð