Carey Hart, eiginmaður Pink og faðir Willow, birti sjaldséða mynd af henni í tilefni dagsins.
„Litla stelpan mín er að þroskast og tekur fyrsta stóra skrefið í átt að draumnum sínum. Þú verður á Broadway einn daginn, svo stoltur af þér,“ skrifaði hann með myndinni.
Pink og Carey hafa verið gift síðan árið 2006 og eiga saman tvö börn, Willow, 14 ára, og Jameson, 8 ára.
Willow er öflug söngkona eins og móðir sín, en hún flutti lagið What About Us með Pink í fyrra.