Nikki leikur aðalhlutverkið í vinsælu Netflix þáttunum My Life With The Walter Boys.
Um árabil hefur komið fram á vefsíðum eins og IMDB að hún sé fædd 17. desember 2002, og ætti því að verða 23 ára í lok árs.
En nú greinir The Sun frá því að leikkonan sé í raun 33 ára. Fjölmiðillinn segist geta staðfest aldur hennar eftir að hafa fundið opinber gögn um stjörnuna þar sem kemur fram að hún hafi fæðst í júlí 1992.
Nikki hefur ekki tjáð sig um málið en aðdáendur eru vægast sagt hissa, en unglegt útlit hennar hefur gert henni kleift að leika sannfærandi 16 ára ungling.