fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 4. september 2025 21:30

Atvikið í stúkunni greip allar fyrirsagnirnar á tónleikunum. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla skarst í leikinn eftir að maður sást fróa sér í stúku á tónleikum bandarísku þungarokkssveitarinnar KoRn í New Jersey fyrir skemmstu. Annar tónleikagestur réðist á manninn og sló hann í höfuðið.

Óhætt er að segja að margir séu í losti eftir atvikið sem átti sér stað á tónleikum á MetLife vellinum í East Rutherford í New Jersey miðvikudaginn 27. ágúst. Hljómsveitirnar KoRn og System of a Down léku þar fyrir dansi en það var atvik í stúkunni sem greip fyrirsagnirnar.

Það er þegar KoRn voru að spila reif einn áhorfandi á fremsta bekk út á sér liminn og byrjaði að fróa sér af miklum móð innan um aðra tónleikagesti.

Var fólki augljóslega mjög brugðið, sumir fylltust viðbjóði en aðrir reiddust. Meðal annars einn ungur maður sem sá hvað var að gerast úr fjarska, kom askvaðandi og sló manninn í höfuðið.

Seinna í myndbandinu sést að lögregla og öryggisverðir hafa verið kallaðir til við að fjarlægja manninn fyrir þetta ósæmilega athæfi. En ekki gekk það friðsamlega fyrir sig og þurftu laganna verðir að bera manninn út.

Ekki hefur fengist staðfest hvers vegna maðurinn gerði þetta eða hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. En undarleg var þessi hegðun í meira lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila