Enski miðjumaðurinn Carney Chukwuemeka hefur gengið til liðs við Borussia Dortmund en þýska félagið kaupir hann, eftir að hafa verið á láni hjá Dortmund á síðasta tímabili.
Chukwuemeka, 21 árs, kom til Chelsea frá Aston Villa í ágúst 2022 og lék alls 32 leiki með aðalliði félagsins, þar sem hann skoraði tvö mörk.
Hann spilaði fimm leiki með Chelsea á síðasta tímabili, síðast í sigri liðsins á Astana í Sambandsdeild Evrópu.
Chukwuemeka fór svo á lán til Dortmund í janúar 2025 og spilaði 17 leiki fyrir félagið, þar á meðal fjóra leiki á HM félagsliða, þar sem Chelsea vann mótið.