fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Bað þá um að fara alls ekki inn í herbergið: Gerðu það samt og við blasti skelfileg sjón

Pressan
Föstudaginn 22. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsmenn á vegum yfirvalda í Colorado í Bandaríkjunum gerðu óhugnanlega uppgötvun þegar þeir heimsóttu útfararstofu í bænum Pueblo, um 180 kílómetrum suður af Denver, í vikunni.

Á bak við luktar dyr á útfararstofunni fundust um tuttugu rotnandi lík, en umrædd útfararstofa var í eigu héraðslæknis á svæðinu.

Í frétt AP kemur fram að eftirlitsmennirnir hafi fundið „sterka rotnunarlykt“ þegar þeir gengu inn á útfararstofuna á miðvikudag.

Augu eftirlitsmannanna beindust að ákveðnu herbergi á útfararstofunni og mun Brian Cotter, eigandi útfararstofunnar, hafa beðið eftirlitsmennina um að fara alls ekki þangað inn. Það gerðu þeir samt og blasti ófögur sjón við þeim.

Í umfjöllun AP kemur fram að víða sé pottur brotinn í Colorado þegar kemur að eftirliti með útfararstofum. Hafa þær fengið að starfa án reglubundinna skoðana eða skilyrða um menntun rekstraraðila. Hefur það leitt til margskonar tilvika eins og fjallað er um hér að framan.

Þá er skemmst að minnast annars máls í ríkinu þar sem um 200 rotnandi lík fundust geymd við stofuhita í Penrose í Colorado.

Uppgötvunin í vikunni kemur í kjölfar nýrra reglna um eftirlit með útfararstofum sem tóku gildi fyrir skemmstu. Áður en reglunum var breytt gátu eftirlitsmenn aðeins gert úttektir á útfararstofum ef formlegar kvartanir höfðu verið lagðar fram.

Í frétt AP kemur fram að sum líkin á útfararstofunni hefðu beðið eftir brennslu í um fimmtán ár og í einhverjum tilfellum hafi aðstandendum verið afhent aska af öðrum einstaklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð