fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Pressan
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 09:55

Rebecca Haro mætti í viðtal á dögunum með glóðarauga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung móðir segir að sjö mánaða syni hennar hafi verið rænt fyrir utan verslun Big 5 í bænum Yucaipa í Kaliforníu síðastliðið fimmtudagskvöld.

Óhætt er að segja að frásögn konunnar, Rebeccu Haro, hafi sett samfélagið í uppnám en nú grunar lögreglu að sitt hvað standist ekki skoðun í frásögn móðurinnar.

Rebecca lýsti því að hún hafi verið á bílastæði við verslunina rétt fyrir klukkan átta á fimmtudagskvöld þar sem hún var að skipta á syni sínum, Emmanuel, í bílnum.

Lýsti Rebecca því að karlmaður sem hún kannaðist ekki við hafi ráðist að henni og kýlt hana með þeim afleiðingum að hún rotaðist. Heldur hún því fram að Emmanuel hafi verið á bak og burt þegar hún raknaði við sér.

Rebecca segir að hún hafi heyrt karlmann fyrir aftan hana segja „hola” áður en hún var lamin í andlitið. Hún hafi síðan rankað við sér nokkru síðar.

Í frétt USA Today kemur fram að lögregla hafi rætt við fjölda fólks vegna málsins, þar á meðal foreldra Emmanuel, Jake og Rebeccu. „Í þessum viðtölum var Rebecca spurð út í ósamræmi í frásögn sinni og neitaði hún í kjölfarið að halda viðtalinu áfram,” segir í tilkynningu frá skrifstofu sýslumanns sem USA Today vitnar til.

Lögregla hefur meðal annars notast við hunda í leitinni að Emmanuel og þá hefur lögregla grafið upp hluta af lóðinni við heimili fjölskyldunnar. Enn sem komið er hefur Emmanuel ekki fundist.

Móðir Rebeccu segir í samtali við KTLA að hún efist ekki um að frásögn dóttur hennar sé rétt. Hún myndi aldrei gera syni sínum mein og hann sé bæði stolt hennar og yndi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“