fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Pressan

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Pressan
Föstudaginn 22. ágúst 2025 20:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraun tólf ára drengs og nokkurra vina hans til að fanga meintan barnaníðing í gildru fór illilega úrskeiðis í borginni Airdrie, skammt norður af Calgary í Kanada, á dögunum.

Drengurinn og níu vinir hans mæltu sér mót við manninn, hinn 37 ára gamla Zain Alnoor Merchant, í gegnum Snapchat. Taldi maðurinn að hann væri að hitta ungmenni í kynferðislegum tilgangi.

Hinn grunaði mætti á bifreið sinni og ákvað drengurinn að fara inn í bifreið mannsins á meðan vinir hans tóku upp myndbönd. Ekki vildi betur til en svo að Zain ók á brott um leið og pilturinn steig inn í bílinn hans.

Drengnum tókst að flýja út úr bifreiðinni á rauðu ljósi skammt frá og hringdi hann á neyðarlínuna. Lögregla var fljót að finna bifreið Zains, en hann neitaði að stoppa og hófst eftirför í kjölfarið. Lögregluþyrla var kölluð og var Zain handtekinn nokkru síðar þetta sama kvöld.

Zain hefur verið kærður fyrir mannrán og rof á skilorði en hann var á sakaskrá og mátti ekki setja sig í samband við einstaklinga undir lögaldri.

Lögregluyfirvöld í Airdrie hafa varað ungmenni við að beita tálbeituaðgerðum sem þessum, en þær virðast hafa færst í vöxt að undanförnu.

„Ungmenni geta verið að setja sig í mjög hættulegar aðstæður og hvetjum við engan til að apa þetta eftir,“ segir Christopher Hrynyk, fulltrúi lögreglu á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð