Yoane Wissa hefur fjarlægt allar vísanir til Brentford af Instagram-reikningi sínum. Hann er í stríði við félagið og vill til Newcastle
Myndir af honum í leik með Brentford hafa verið fjarlægðar af prófíl hans, og núna sýnir prófílmyndin hans einungis svartan hring.
Wissa vill ganga til liðs við Newcastle, en Brentford vill ekki selja hann nema tryggt sé að félagið hafi fest kaup á eftirmanni hans.
Dango Ouattara var keyptur frá Brentford en hann á að fylla í skarð Bryan Mbeumo.
Kaupin á honum tryggja því ekki að Wissa fái að fara en hann er sagður vera í verkfalli til að koma skiptunum í gegn.