fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. ágúst 2025 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega tvítugur leikskólastarfsmaður var nýlega handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Vísir greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildum Vísis starfar hinn grunaði í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og barnið sem hann er grunaður um að hafa brotið á er á leikskólaladri. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort barnið sem í hlut á hafi verið í umönnun starfsmannsins.

Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum en von er á tilkynningu lögreglu um málið síðar í dag.

Uppfært kl. 10:55:

Lögregla hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að maðurinn hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Tilkynning um málið barst lögreglu á þriðjudag og var maðurinn handtekinn í kjölfarið:

„Karlmaður á þrítugsaldri var í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 20. ágúst, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á kynferðisbroti í umdæminu.

Tilkynning um málið barst lögreglu á þriðjudag og var maðurinn handtekinn í kjölfarið.

Rannsókn lögreglunnar er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann