Darwin Nunez gæti spilað í Evrópu í vetur en hann er nú sagður vera á óskalista ítalska félagsins AC Milan.
Búist var við því að Nunez myndi fara til Sádi Arabíu en Liverpool er að reyna allt til að selja sóknarmanninn í sumar.
Samkvæmt Sky á Ítalíu mun Milan gera mikið til að fá leikmanninn en Massimiliano Allegri, stjóri liðsins, ku vera aðdáandi.
Milan er þó einnig að horfa á aðra leikmenn en nefna má Dusan Vlahovic og Rasmus Hojlund.
Greint er frá því að Milan sé búið að setja sig í samband við Nunez en ljóst er að félagið getur ekki keppt við félög frá Sádi þegar kemur að launakröfum.