fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. ágúst 2025 16:30

Ekki væri gaman að festast í þessu. Skjáskot/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar skemmdir hafa orðið á náttúrunni eftir að þungir bílar byrjuðu að keyra að eldgosinu að Reykjanesi. Segja má að slóðinn sé orðinn að einu drullusvaði.

Í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit birtir netverji myndir af slóðanum upp að eldgosinu á Reykjanesi. Segja má að slóðinn sé orðinn eitt stórt drullusvað og stórt sár í landslaginu.

Segist hann hafa farið margoft að skoða eldgosin sem hófust á Reykjanesi fyrir nokkrum árum síðan. Hann segist sjá mikla breytingu með tilkomu rútuferða að gosinu.

„Þessir Mercedes Sprinter ofurjeppar sem eru í eigu Activity Iceland og eru reknir af Islandia. Þeir skilja eftir sig svo hræðilegt drullusvað,“ segir maðurinn. „Ég átta mig á því að þetta land er í einkaeigu og að landeigendur hljóti að fá einhverjar bætur fyrir þetta en ég get ekki skilið hvernig það er í lagi að svona stórir bílar fari stanslaust fram og til baka og eyðileggi landið.“

Spyr hann hvort þetta sé í lagi. Hvort það ætti einfaldlega að banna þennan akstur til og frá eldgosinu.

„Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga,“ segir einn. „Það er mjög pirrandi að þessir bílar komi stanslaust og gangandi fólk þurfi að fara af slóðanum. Einu sinni var mjög mikil rigning og við þurftum að hafa áhyggjur af bílunum og drullunni sem þeir búa til þannig að við gengum á grasinu þar sem voru holur sem við vorum næstum búin að detta ofan í.“

Annar segist einnig vera sammála. „Þessi stóri slóði (sem er eyðilagður eins og margir aðrir hlutir á Íslandi) er bara afsökun til að búa til peninga,“ segir hann. „Alveg sama um mosann eða náttúruna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað