Jadon Sancho er víst tilbúinn að taka á sig gríðarlega launalækkun til að semja við lið Borussia Dortmund í sumar.
Þetta kemur fram í þýska blaðinu Bild en Sancho virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Manchester United.
Sancho er á himinháum launun hjá United en hann fær um 16 milljónir evra á ári og er einn af launahæstu leikmönnum liðsins.
Sancho er fyrrum leikmaður Dortmund og elskaði tíma sinn hjá félaginu en hann er tilbúinn að taka við átta milljónum evra á ári.
Sancho var lánaður til Chelsea á síðasta tímabili og stóð sig ágætlega en launakröfur hans eru taldar vera ástæður þess að hann krotaði ekki undir endanlega.
Englendingurinn virðist því vera ákveðinn í að snúa aftur til Dortmund og eru líkur á að hann verði keyptur endanlega.