Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Reuters/Ipsos gerðu. 1.023 fullorðnir Bandaríkjamenn tóku þátt í könnuninni. 83% Repúblikana voru sáttir við störf Trump en aðeins 3% Demókrata. Þriðjungur óháðra kjósenda var sáttur við störf hans.
Niðurstöðurnar eru ekki bara slæmar fyrir Trump því 38% aðspurðra voru ánægð með hvernig hann tekst á við efnahagsmálin en um miðjan júlí var hlutfallið 35%. 43% voru sátt við stefnu hans í innflytjendamálum en hlutfallið var 41% fyrir nokkrum vikum.
Í annarri könnun, sem var gerð af CBS/YouGov í síðustu viku, kom í ljós að 47% karla voru sáttir við störf Trump en 53% voru ósáttir. Í október, skömmu áður en forsetakosningarnar fóru fram, studdu 54% karla Trump og 64% sögðust telja að hann yrði sterkur leiðtogi.
Niðurstöðurnar endurspegla óánægju með frammistöðu Trump nú á öðru kjörtímabili hans. Í könnun sem DecisionDeskHQ gerði í þessari viku kemur fram að vinsældir Trump hafa minnkað mikið eða um 12 prósentustig síðan í janúar. Nú segjast 44% kjósenda ánægðir með hann en 56% voru ánægðir með hann í janúar.