fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Litlar breytingar á vondri veðurspá en lakari horfur fyrir Norðurland

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 14:30

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mat Haraldar Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands, að litlar breytingar séu á spám um veðrið um verslunarmannahelgina, en horfur fyrir Norðurland hafi heldur versnað.

Hann segir að vætusamt verði sunnan- og vestanlands. „Það lítur út fyrir vætusamt veður um allt sunnan- og vestanvert landið um helgina. En líklega mun rigna líka öðru hverju Norðaustanlands, sérstaklega á laugardaginn.“

Segir hann að hvassast verði og mesti vindur sunnan- og vestanlands aðfaranótt laugardagsins.

Hlýjast norðaustanlands

Haraldur segir að hiti sunnan- og vestanlands verði að jafnaði undir 15 stigum. Hlýjast verður Norðaustanlands, 15-20 stig.

Hins vegar verður víða næturkuldi, nokkuð sem ferðalangar ættu að hafa í huga og búa sig undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“