fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Eyjan
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan kom Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í opna skjöldu í Morgunglugganum á Rás 2 í morgun. Helgi hafði grafið upp lokadrög skýrslu sem var rituð í ráðherratíð Guðlaugs þar sem skýrt kemur fram að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hafi ekki verið afturkölluð.

Skýrslan var aldrei formlega birt en fréttastofa RÚV fékk aðgang að henni í krafti upplýsingalaga. Skýrslan er frá árinu 2018 og var unnin að beiðni Guðlaugs sem skrifar formála hennar. Þar er rekið að ESB hafi ekki talið vilja íslenskra stjórnvalda skýran á sínum tíma og ekki jafngilda formlegri afturköllun á aðildarumsókninni. Þar er tekið fram að ekkert hafi komið fram um að ESB líti svo á að aðildarviðræðunum hafi verið slitið.

RÚV greinir frá því að í skýrslunni sé sagt fullum fetum að margt bendi til þess að bæði ESB og íslensk stjórnvöld hafi talið það æskilegt að viðhalda ákveðinni tvíræðni þegar viðræðurnar voru stöðvaðar, þó að öðru hafi verið haldið fram gagnvart almenningi.

„Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt.“

Guðlaugur hefur undanfarið farið mikinn eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB, Ursulu von der Leyen, til Íslands. Þar sagði Ursula að aðildarumsókn Íslands væri enn virk. Guðlaugur sagði fullyrðinguna koma mjög á óvart og sagði það áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í heilan áratug.

Helgi bar skýrsluna undir Guðlaug í morgun en þingmaðurinn bar fyrir sig minnisleysi. Helgi tók fram að einn kafli skýrslunnar heiti hreinlega: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“. Spurði Helgi hvers vegna Guðlaugur þykist nú ekki hafa haft hugmynd um afstöðu ESB til aðildarumsóknarinnar í áratug.

Guðlaugur fór undan í flæmingi, sagðist ekkert muna um þetta, og að hann þyrfti tíma til að skoða skýrsluna. Hann þrætti þó ekki fyrir að hafa komið að vinnslu skýrslunnar enda skrifar hann inngang og formála hennar sjálfur.

Rétt er að taka fram að RÚV hefur undir höndum lokadrög skýrslunnar sem var aldrei birt opinberlega, en að sögn RÚV mátti ekki ráða skýrlega af svörum ráðuneytis hvers vegna skýrslan, sem telst vinnugagn, hafi ekki verið birt.

Nánar má lesa um málið hjá RÚV. 

*Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að RÚV hefur undir höndum lokadrög skýrslunnar sem aldrei var birt opinberlega. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna