Það er ljóst að Morgan Gibbs White muni ekki semja við Tottenham í sumar en hann hefur verið orðaður við félagið.
Gibbs White hefur ákveðið að krota undir nýjan samning við Forest sem gildir til ársins 2028.
Miðjumaðurinn var aldrei til sölu í sumar og var eigandi félagsins, Evangelos Marinakis, hundfúll með tilboð Tottenham.
Allt stefndi í að leikmaðurinn myndi fara til Tottenham sem var reiðubúið að borga riftunarákvæði í hans samningi sem var um 60 milljónir punda.
Hann var hins vegar sannfærður um að krota undir framlengingu og leikur með félaginu í vetur.