Javier Hernandez, fyrrum leikmaður Manchester United, er að fá alvöru gagnrýni í heimalandi sínu Mexíkó í dag.
Fjölmiðlar í Mexíkó sem og stuðningsmenn eru byrjaðir að hvetja leikmanninn til að leggja skóna á hilluna 37 ára gamall.
Chicharito eins og hann er yfirleitt kallaður samdi við Chivas í Mexíkó 2024 en þar hafa hlutirnir ekki gengið upp.
Framherjinn kom til félagsins eftir þrjú ár í Bandaríkjunum þar sem hann var nokkuð duglegur að skora.
Eftir komu til Mexíkó hefur lítið sem ekkert gerst fyrir framan markið en Chicharito hefur skorað þrjú mörk í 31 leik.
Hann er ásakaður um metnaðarleysi og leti og eru blóðheitir stuðningsmenn Chivas komnir með nóg af frammistöðu hans á velli.ú