fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

433
Laugardaginn 26. júlí 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur erfiðlega hjá fyrrum varnarmanni Manchester City, Benjamin Mendy, sem er orðinn atvinnulaus á ný.

Mendy er 31 árs gamall en hann hefur lítið spilað af fótbolta undanfarin ár eftir sex ára dvöl hjá City.

Mendy var lengi undir rannsókn vegna ákæru um nauðgun en eftir að hafa fengið sýknun samdi hann við Lorient í Frakklandi 2023.

Hann spilaði aðeins 15 leiki fyrir það félag og var í kjölfarið fenginn til Sviss þar sem hann samdi við Zurich.

Stjórn Zurich var ekki hrifin af hegðun Mendy utan vallar og var hann látinn fara eftir aðeins átta leiki sem voru spilaðir á um fimm mánuðum.

Hann samdi við félagið í febrúar og til ársins 2026 en þeim samningi var rift í gær.

Ástæðan er hegðun leikmannsins utan vallar en hann ku hafa verið duglegur að skella sér út á lífið og var líkamlegt stand hans alls ekki nógu gott.

Frakkinn var ákærður fyrir sjö nauðganir árið 2021 en er í dag að reyna að koma ferlinum aftur af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins