fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. júlí 2025 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Evan Ferguson byrji dvöl sína hjá Roma vel en hann samdi við félagið í sumar.

Ferguson gerði lánssamning við Roma út tímabilið og kemur frá Brighton en þeir ítölsku geta svo keypt hann næsta sumar fyrir 40 milljónir evra.

Ferguson átti stórkostlegan fyrsta leik fyrir Roma sem lék gegn liði UniPomezia sem er í fjórðu efstu deild.

Sigur Roma var aldrei í hættu og vann liðið 9-0 sigur en hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt.

Ferguson er enn aðeins 20 ára gamall en eftir að hafa vakið athygli um 18 ára aldur hefur hann ekki staðist væntingar síðasta árið eða svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll