Það gæti hljómað undarlega en Xavi, fyrrum stjóri Barcelona, hefur fengið höfnun frá indverska knattspyrnusambandinu.
Xavi hafði gert sér vonir um að taka við indverska landsliðinu en hann hefur verið án félags eftir að hafa kvatt Barcelona.
Times of India greinir frá en samkvæmt þeim þá sendi Xavi inn umsókn en fékk höfnun stuttu seinna.
Xavi býr yfir gríðarlegri reynslu í fótboltaheiminum en hann lék yfir 700 leiki fyrir Barcelona á sínum tíma sem leikmaður.
Xavi er að vonast eftir nýju starfi á þessu ári en hann vann deildina með bæði Barcelona og Al Sadd í Katar á sínum þjálfaraferli.