Kona að nafni Sky Bri hefur vakið athygli eftir ummæli sem hún lét falla nýlega – um er að ræða OnlyFans stjörnu sem er einnig vinsæl á Intagram sem og öðrum samskiptamiðlum.
Bri segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá knattspyrnumönnum í gegnum samskiptamiðla á sínum tíma en hún gefur í skyn að það hafi verið um 2022 til 2023.
Hún segir að flestir af þessum leikmönnum hafi spilað með Manchester United en undanfarið hefur hægst á skilaboðunum.
Bri hefur áður sagt frá því að fótboltamenn væru að leitast eftir hennar athygli í gegnum Instagram en hún er ekki dugleg að svara.
Bri var gestur í hlaðvarpsþætti nú á dögunum þar sem hún rifjaði upp það sem hún hefur upplifað á sinni vegferð sem OnlyFans stjarna.
,,Það voru svo margir fótboltamenn sem reyndu að tala við mig, þeir sendu skilaboð hér og þar og ég var bara hissa,“ sagði Bri.
,,Einn daginn byrjuðu fullt af þeim að senda mér skilaboð og ég eiginlega fraus. Þetta voru til að mynda leikmenn frá Manchester United og þið öll vitið hverjir þeir eru.“
,,Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að taka þessu en sem betur fer hefur þetta minnkað undanfarið.“