Árni Vilhjálmsson hefur verið að æfa með liði KR í Bestu deild karla undanfarið en hann er kominn heim eftir dvöl í Sádi Arabíu.
Árni er 31 árs gamall sóknarmaður en hann hefur spilað með fjölmörgum liðum í atvinnumennsku víðsvegar um Evrópu.
Samkvæmt Fótbolta.net þá er ólíklegt að Árni sé að snúa heim endanlega og heldur sér í formi með KR-ingum.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Árni hafi beðið um að fá að mæta á æfingar hjá félaginu.
Þeir tveir þekkjast vel eftir að hafa unnið saman hjá Breiðabliki en Árni fór þaðan 2021 og samdi í Frakklandi.