Miðjumaðurinn Douglas Luiz vill ekkert meira en að snúa aftur til Englands en frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Luiz er á mála hjá Juventus á Ítalíu en hann virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Luiz var áður á mála hjá Aston Villa en hann er mögulegur kostur fyrir Manchester United í sumar.
Brasilíumaðurinn kostaði Juventus um 50 milljónir evra og gerði fimm ára samning en spilaði aðeins 19 deildarleiki í vetur.
Ljóst er að Luiz mun kosta mun minna en 50 milljónir í sumar og gæti reynst öflugur kostur fyrir lið eins og United sem er sagt horfa til hans.