fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 25. júlí 2025 09:40

Þetta er dýr samloka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í alþjóðlegum samanburði er Ísland langt frá því að vera ódýrt land. Þetta vita flestir ferðamenn sem hingað koma. En stundum virðist sem okrið í ferðamannabransanum taki út fyrir allan þjófabálk. Erlendur ferðamaður var sleginn þegar hann sá auglýsta ristaða samloku með skinku og osti á heilar 1.790 krónur í íslensku bakaríi.

„Var að droppa 18 dollurum á samloku með skinku og osti og ég skal segja ykkur það, þetta var ekki aðeins samloka með skinku og osti. Nei, nei. Þetta var meistarastykki í matargerð,“ segir bandarískur ferðamaður í talsverðu háði í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit.

Birtir hann einnig mynd af téðum samlokum, sem virðast vera ósköp látlausar. Keypt út í stórmarkaði myndi efnið í eina slíka vafalaust kosta vel innan við 200 krónur.

Og ferðamaðurinn heldur áfram. „Sjáið: Tvær sneiðar af handunnu loftkysstu hvítu brauði, hnoðaðar af munkum í frönsku Ölpunum. Einfalt og pappírsþunnt hvísl af þroskaðri Iberico skinku, eldri en flest mín sambönd. Bráðnuð Gruyére sneið sem var handrifin af englum og flogið inn með einkaþotu. Klárað með úða af truffluolíu því guð forði okkur frá því að nokkuð bragðist eins og hráefnin sem þú pantaðir í raun og veru,“ segir hann. „Borið fram kalt. Af því að verðmiðinn er hið raunverulega bragð. Bon apetit bankareikningurinn minn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Í gær

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“