fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum liðsfélagi Madueke hissa: ,,Hann missti af góðu tækifæri“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. júlí 2025 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Cucurella, leikmaður Chelsea, segir að það hafi verið skrítið að sjá Noni Madueke yfirgefa æfingabúðir félagsins í sumar.

Madueke yfirgaf Chelsea á meðan liðið spilaði á HM félagsliða en hann tók þátt í fyrstu leikjum liðsins.

Madueke var ákveðinn í að semja við Arsenal í sumarglugganum og tókst það að lokum en hann var staðfestur sem leikmaður liðsins á dögunum.

Englendingurinn hefði getað fagnað sigri með Chelsea á HM en hann kaus frekar að snúa heim og klára skiptin til grannana í London.

,,Já þetta var nokkuð skrítið. Hann missti af góðu tækifæri þó að hann hafi ekki verið í byrjunarliðinu,“ sagði Cucurella.

,,Það hefði ekki kostað hann neitt að bíða í einn dag og að lokum þá missti hann af ansi góðu tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur