fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Pogba fékk gott grín í andlitið frá manni sem hann elskar: ,,Er hann að biðja mig um selfie?“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. júlí 2025 09:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, fyrrum ungstirni og leikmaður Manchester United, hitti fyrrum þjálfara sinn á Englandi nú á dögunum en sá maður heitir Warren Joyce.

Joyce er ekki nafn sem allir kannast við en hann vann með Pogba ásamt öðrum leikmönnum United í varaliði félagsins frá 2008 til 2016.

Í dag er Joyce þjálfari U18 liðs Nottingham Forest en hann á ansi frægan aðdáanda í Pogba sem gat varla talað betur um sinn fyrrum þjálfara hjá United.

,,Þvílíkur dagur. Ég er hérna ásamt manninum sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag, gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag,“ sagði Pogba.

,,Þetta er goðsögn. Joyce, Warren, minn maður. Ég get sagt það við þig, þú ert goðsögn.“

Joyce var vandræðalegur fyrir framan myndavélina en ákvað að svara frönsku stjörnunni.

,,Er hann að biðja mig um ‘selfie?’ Ég hef verið með honum í allan dag og fólk er að biðja um myndir og nú er hann að biðja mig um eina? Ég mun rukka hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis
433Sport
Í gær

Fyrrum liðsfélagi Madueke hissa: ,,Hann missti af góðu tækifæri“

Fyrrum liðsfélagi Madueke hissa: ,,Hann missti af góðu tækifæri“
433Sport
Í gær

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“