fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. júlí 2025 07:18

Felix Baumgartner/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurhuginn Felix Baumgartner, sem lést í svifvængjaslysi á Ítalíu í gær, er talinn hafa verið látinn áður en hann brotlenti harkalega i hótelgarði í bænum Porto Sant´Elpidio á Ítalíu. Er talið að Baumgartner, sem var 56 ára gamall,  hafi fengið hjartaáfall í háloftunum og í kjölfarið hrapað til jarðar.

Kona sem starfaði á hótelinu lenti undir svifvængjunni og slasaðist illa, meðal annars á hálsi. Litlu mátti víst muna að hópur krakka hefði einnig orðið undir svifvængju Baumgartner.

Baumgartner öðlaðist frægð fyrir fjölmörg áhættuatriði sem hann framkvæmdi í gegnum árin. Hans þekktasta atriði var þegar hann sveif upp í ytri mörk gufuhvolfsins í helíumblöðru og stökk til jarðar úr 39 kílómetra hæð í fallhlíf árið 2012. Það met stendur enn sem mesta hæð sem nokkur hefur stokkið úr auk þess sem Baumgartner var fyrstur manna til að rjúfa hljóðmúrinn án þess að vera á vélknúnu farartæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Í gær

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku