fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 10:00

Flugmennirnir Sumeet Sabharwal og Clive Kunder

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar upplýsingar um banvænt flugslys Air India, þar sem 260 manns létust í júní, benda til þess að flugstjóri vélarinnar hafi vísvitandi orsakað slysið með því að slökkva á eldsneytisrofum vélarinnar strax eftir flugtak.

Samkvæmt upplýsingum úr svarta kassa vélarinnar var fyrsti eldsneytisrofi vélarinnar – staðsettur við hægri hönd flugstjórans – færður í „cut off“ stöðu aðeins þremur sekúndum eftir flugtak. Slökkt var á öðrum rofa aðeins einni sekúndu síðar. Þetta kemur fram í mati bandarískra embættismanna sem hafa yfirfarið gögn rannsóknarnefndar Indlands. Wall Street Journal greinir frá.

Haft er eftir flugöryggissérfræðingnum Byron Bailey að ekki sé hægt að virkja umrædda rofa fyrir slysni. „Þeir þurfa líkamlegt afl – þú þarft að lyfta þeim upp, draga þá yfir og þrýsta niður. Það verður að hafa verið flugmaður sem gerði þetta – og líklegast flugstjórinn.“

Samkvæmt Bailey bendir allt til þess að sá sem slökkti á rofanum hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera: „Þrjár sekúndur eftir flugtak er hinn fullkomni tími. Ef þetta hefði verið gert fyrr hefði hinn flugmaðurinn getað brugðist við, og ef seinna hefði vélin haft tíma til að jafna sig. Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans,“ segir Bailey.

Spurði kollega sinn af hverju hann hefði slökkt á rofanum

Áður hefur verið greint frá  hljóðupptöku úr flugstjórnarklefanum þar sem heyra má annan flugmann spyrja hinn: „Af hverju slökktir þú?“ Svarið sem hann fékk var: „Ég gerði það ekki.“

Samkvæmt Wall Street Journal og bandarískum flugmönnum sem hafa lesið skýrslu indversku rannsóknarnefndarinnar (AAIB), er líklegt að aðstoðarflugmaðurinn Clive Kunder hafi verið of upptekinn við að fljúga til að hafa hreyft rofana. Allt bendir til þess að yfirflugmaðurinn, Sumeet Sabharwal, hafi verið sá sem hafi getað slökkt á rofunum.

Sabharwal var gamalreyndur atvinnuflugmaður, 56 ára á fjölskyldufaðir sem var farinn að íhuga að setjast í helgan stein, á meðan Kunder var aðeins rúmlega þrítugur og enn að byggja upp feril sinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum