Norski skíðagarpurinn Audun Groenvold er látinn eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Frá þessu greinir norska skíðasambandið.
Groenvold, sem var 49 ára gamall, var staddur í sumarbústað í norskri sveit þegar slysið hræðilega átti sér stað.
Hann var þegar færður á spítala, mikið slasaður, og lést þar af sárum sínum.
Groenvold var hluti af landsliði Norðmanna í alpagreinum og vann meðal annars bronsverðlaun í svigi á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver árið 2010. Þá hlaut hann einnig bronsverðlaun í sömu grein á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni árið 1999.
Eftir að keppnisferlinum lauk fór Groenvold út í þjálfun og varð meðal annars landsliðsþjálfari Noregs. Þá sá var hann einnig þekktur lýsandi alpagreina í norsku sjónvarpi.