fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Trump orðinn pirraður á samsæriskenningum varðandi Epstein

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 07:05

Jeffrey Epstein og Donald Trump voru meiri mátar en áður hefur verið vitað

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hélt Donald Trump að hans hörðustu fylgismenn innan MAGA-hreyfingarinnar myndu að lokum sætta sig við þær opinberu skýringar í máli Jeffrey Epstein að ekki væri til nein viðskiptamannaskrá og gögn málsins yrðu ekki opinberuð, eins og lofað hafði verið.

Það virðist hafa verið stórkostlegt vanmat af hans hálfu því harðkjarna MAGA-liðar, þeir sem eru hvað mest ginkeyptir fyrir samsæriskenningum og falsfréttum, eru gjörsamlega trylltir yfir málinu og virðist sumir helst á þeim buxunum að snúast gegn forsetanum.

Trump hefur alltaf matað þennan kjarna af því að hann sé sá utanaðkomandi sem geti barist gegn kerfinu og djúpríkinu en skyndilega er hann orðinn sá sem er að hylma yfir leyndarmál ríkisins. Þetta er ný og flókin staða fyrir Bandaríkjaforseta.

Ætla mætti að Trump sjálfur þekkti það vel hvernig samsæriskenningasmiðir hugsa. Hann hefur sjálfur kynnt undir fjölmargar slíkar sögur og notað þær til persónulegs ávinnings, eins og til að mynda fjaðrafokið út af fæðingarvottorði Barack Obama og fleiri mál.

Trump ætti að þekkja það manna best að þegar ríkið stígur fram og segir fólki að það sé ekkert að frétta og gögn verði ekki gerð opinber. Ekkert kveikir meira í samsæriskenningasmiðum sem vantreysta hinu opinbera.

Forsetinn virðst engu að síður pirraður yfir því hvað Epstein-málið hefur verið fyrirferðarmikið síðustu daga. Telja margir að hann muni setja aukinn kraft í önnur mál til að beina athyglinni þangað.

Líklegt er að það verði innflytjendamálin, sem lengi hafa sameinað MAGA-liða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Í gær

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“