Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við landann í dag. Svo heitt var í Hveragerði að hægt var að steikja egg á bílhúddum, eins og einn íbúinn prófaði að gera.
Í myndbandi sem hefur farið víða á samfélagsmiðlum má sjá hjónin Einar Örn Konráðsson og Jórunni Dögg Stefánsdóttur njóta sín í veðurblíðunni í bænum og Einar steikir egg á pönnu á bílhúddinu.
Einar Örn segir að hitinn hafi farið eitthvað yfir 30 gráðurnar í bænum í dag.
@firestarter122 heatwave in Iceland #ísland #disturbed #hveragerdi #selfoss #iceland #eggs #livingthebestlife #k #f #sun ♬ Land of Confusion – Disturbed
„Var í vinnunni í dag og hætti snemma. Settist svo í sólbað þegar Jórunn konan mín bað mig um að sjóða egg fyrir sig,“ segir Einar Örn aðspurður um hvernig honum hafi dottið þetta í hug. „Þá datt mér þetta í hug. Ég setti pönnuna á húddið klukkutíma áður en ég steikti eggið og bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði.“