fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. júlí 2025 08:01

Donald Trump og Alexandria Ocasio-Cortez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingkona Demókrata, Alexandria Ocasio-Cortez, kveikti duglega í internetinu með umdeildu tísti um Donald Trump um helgina. Í umræðum um afhjúpun Epstein-skjalanna sagði Ocasio-Cortez að það ætti ekki að koma á óvart að babb væri komið í bátinn varðandi það að varpa hulunni af skjölunum í ljósi þess að „nauðgari“ hefði verið kosinn í Hvíta húsið.

Ýjaði þingkonan þar að niðurstöðu í einkamáli rithöfundarins E. Jean Car­roll árið 2023 gegn Trump en hún kærði hann fyrir kynferðisbrot og nauðgun. Trump var fundinn sekur um kynferðisbrotið en ekki þótti sannað að hann hefði nauðgað Carroll. Var Trump dæmdur til þess að greiða Carroll 5 milljónir í skaðabætur, meðal annars vegna ærumeiðinga sem hann lét falla í hennar garð á meðan málarekstrinum stóð.

Tíst Ocasio-Cortez hleypti illu blóði í stuðningsfólk Bandaríkjaforseta.

„Þetta eru meiðyrði,“ sagði áhrifavaldurinn og samsæriskenningasmiðurinn Laura Loomey sem er náin forsetanum. „Forsetinn ætti að kæra þingkonuna og knýja hana í gjaldþrot,“ sagði lögfræðingurinn Phil Holloway.

Hvorki Hvíta húsið né Trump sjálfur hafa brugðist við færslu Ocasio-Cortez en ætla má að þess sé ekki langt að bíða enda litlir kærleikar meðal þeirra.

Trump hefur áður farið í mál vegna svipaðra ummæla en það var gegn ABC-sjónvarpstöðinni og þáttastjórnandanum George Stephanopoulos. Hinn síðarnefndi lét þau orð falla í viðtali að Trump væri nauðgari. Málinu lauk með sátt en sjónvarpstöðin og Stephanopoulos samþykktu að greiða 15 milljónir bandaríkja dala í sekt sem og lögfræðikostnað upp á 1 milljón bandaríkjadala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“